fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Villibráðarsoð

 

1 rjúpa höggvið rjúpuna í 6 til 8 parta 

má vera bein eða læri af nokkrum rjúpum, fóarn og innyfli 

bein úr 3-4 gæsum og eða lærleggir úr einu hreindýri sagaðir í sundur 

Olía til steikingar 

1 sellerístilkur saxaður 

1-2 gulrætur saxaðar 

1/2 blaðlaukur saxaður 

1 laukur gróft skorin með hýði 

nokkrir steinseljustilkar 

½ fennel gróft saxað 

2 lárviðarlauf 

10 hvít piparkorn 

4 einiber 

timjankvistur 

salvíukvistur 

3 L kalt vatn 

1/2 flaska rauðvín 

1/4 dl rauðvínsedik 

múskat 


Aðferð 

Brúnið beinin varlega í olíunni í góðum potti, bætið grænmetinu útí, látið malla þangað til grænmetið er byrjað að mýkjast. Hellið vatninu yfir þannig að vel fljóti yfir beinin, bætið kryddinu út í og sjóðið við vægan hita í 2 klst. Reglulega þarf að fleyta froðu ofan af og hugsanlega bæta út í vatni, hellið rauðvíni og ediki útí og sjóðið áfram í 30 mín. Sigtið þá soðið í gegnum fínt sigti. Sjóðið síðan áfram þar til soðið hefur minnkað um helming. Þá er soðið tilbúið til notkunar í sósu eða súpu. 

Mynd augnabliksins

img_0220.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning