fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Tómat- og paprikumaukssúpa

Fyrir 4 til 6


1  kg tómatar, ferskir

3-4 hvítlauksrif

500 g rauð paprika

1 msk tómatpuré

1 dl steinselja (söxuð)

1 msk ferskt timjan (saxað)

1 dl ólífuolía

1/2 1 grænmetissoð

60 g smjör

1 dl sýrður rjómi


Aðferð:

Tómatarnir og paprikan er baðað í olíu og grillað í ofni eða á grilli þangað til tómatarnir eru dökkir. Þá kældir og paprikan kjarnahreinsuð og afhýdd. Svitið hvítlaukinn í olíunni og bætið síðan tómötunum og paprikunni við og sjóðið í soðinu ásamt tómatpuréinu í 30 mín. Maukið þá súpuna og sigtið áður en hún er smökkuð til með salti, pipar, timjan og smjöri. Stráið saxaðri steinselju yfir súpuna og berið fram með brauðteningum, sýrðum rjóma og nýbökuðu brauði.

Mynd augnabliksins

img_0311.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning