fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Ofnbakaðir sniglar í hvítlauk

Fyrir 4


20 frosnir sniglar (franskir), mega vera úr dós

20 kuðungar

salt og pipar


Saltið og piprið sniglana létt og stingið þeim inn í kuðungana. Fyllið síðan upp í með hvítlaukssmjöri.

 

Hvítlaukssmjör

6 hvítlauksrif (smátt söxuð)

1 skalottlaukur (smátt saxaður)

1 búnt steinselja (smátt söxuð)

1/4 tsk stjörnuanís (maukaður í morteli)

1 msk aníslikjör (Molinari)

200 g smjör, stofuheitt

svartur pipar

safi úr 1/2 lime


Öllu hrært saman (má gera áður og geyma í kæli eða frysti).


Raðið sniglunum á gróft salt á ofnplötu þannig að opið snúi upp og smjörið leki ekki úr. Bakið í ofni við 180°C í 10-12 mín.  Berið fram á salatbeði með saxaðri steinselju, limebát og nýbökuðu brauði eða ristuðu brauði.

Mynd augnabliksins

img_0323.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning