fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Ofnbökuð smálúða með kryddjurtamauki, sætum kartöflum og gulrótarsósu

Fyrir 4


800 g smálúðuflök, bein- og roðlaus

sjávarsalt og pipar

6 sætar kartöflur


Skerið smálúðuna í fjögur jafnstór stykki og raðið í ofnskúffu.

Kryddið með salti og pipar og smyrjið með kryddjurtamaukinu, látið standa í tíu mín. áður en fiskurinn er settur í ofninn í 10 til 12 mín. við 150°C. Gott er að setja nokkrar matskeiðar af hvítvíni (eða bara vatni) í ofnskúffuna. Bakið 4 sætar kartöflur á grófu salti í 45 mín. við 200°C. Skafið innan úr hýðinu og stappið. Skerið hinar tvær kartöflurnar í þunnar sneiðar, saltið örlítið og djúpsteikið þar til þær eru stökkar og gullnar að lit.


Kryddjurtamauk

1 búnt steinselja

1/2 dl ferskt basil

2 msk ferskt rósmarin

2 msk ferskt timjan

2 msk minta

2 msk graslaukur

5 msk jómfrúarólífuolía


Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel.


Gulrótarsósa

1/2 l gulrótarsafi

1/2 l hvítvín

1 msk eplaedik

1 skalottlaukur (smáttsaxaður)

3 msk smjör

1 tsk hunang


Mýkið laukinn í 1 msk. af smjöri við vægan hita í potti, hellið hvítvíni yfir og sjóðið niður um helming, bætið þá hunangi og ediki út í ásamt gulrótasafanum og sjóðið áfram í 5 mín. Þá er gott að láta sósuna standa aðeins áður hún er soðin aftur. Afganginum af smjörinu er hrært út í og rétturinn borinn fram.


Skiptið kartöflustöppunni jafnt á fjóra diska og stingið sætu kartöflusneiðunum ofan í, setjið fiskstykkið á miðjan diskinn og hellið sósunni í kring. Berið fram með soðnum gulrótum og nýbökuðu brauði.

Mynd augnabliksins

dsc_1061.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning