fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Hrár saltfiskur frá Katalóníu

200 gr vel úrvatnaður saltfiskur bein og roð laus

4 til  5 linir tómatar

2 hvítlauksgeirar

4 til 5 msk jómfrúarólífuolía

2 til 3 msk hvítvín

svartur pipar


Saltfiskurinn er rifin niður í þægilega munnbita settur í skál, tómatarnir skornir í tvennt og rifnir innan úr hýðinu ofan í skálina.

Hvítlaukurinn saxaður smátt og settur saman við ásamt olíunni og hvítvíninu þetta er síðan smakkað til með svarta piparnum. Og geymt í kæli í 1 til 2 tíma áður en þetta er borið fram kalt með brauði.

Mynd augnabliksins

endurbygging_fv_i_kaupvangsstraeti_6_019.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning