fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Quiche međ spergilkáli og skinku

Deig ( pate brisée)

200 g hveiti

1 egg

1 msk vatn

100 g smjör

örlítið salt


Aðferð

Setjið hveitið í hring á borðið, setjið vatn egg og salt í miðjuna og blandið saman með fingurgómunum (þó ekki við hveitið ) bætið smjörinu saman við og miljið það vel saman við eggjablönduna áður en þessu er blandað saman við hveitið, gott er að nota sköfu til að byrja með eða þar til hægt er að hnoða degið. Hnoðið degið vel í góða kúlu og kælið vel í 30 mín áður en degið er flatt út og sett í pie-form smjörpappir er settur yfir og ofan í hann þurrkaðar gular baunir, hrísgrjón eða jafnvel minna form til að þrýsta á botnin á meðan hann er forbakaður.

Botnin er bakaður í 12 til 14 mín eða þar til hann er þurr viðkomu. takið smjörpappírinn og bauanirnar í burtu og komið fyllingu fyrir


Fylling

1 höfuð spergilkál

2 msk smjör

100 g skinka

3 egg

2/3 dl rjómi

salt og pipar 

nýmulin negull

50 g ostur (rifinn)


Aðferð:

Skerið spergilkálið í litil knyppi og látil krauma létt í smörinu án þess að brúnast, takið af hita og kælið, skerið skinkuna í ræmur, hrærið saman eggin, rjóman og ostinn smakkið til með salti , pipar og negul, blandið spergilkáli og skinku saman við og komið fyrir í paiforminu Bakið Quicheið í 25 mín við 190°c eða þangað til að fyllingin er elduð í gegn ( gott er að nota kökuprjón og stinga í mitt pæið og ef hann kemur hreinn upp þá er það tilbúið. Látið quiche alltaf standa í 10 til 15 mínútur á grind áður en það er borið fram.

 

Mynd augnabliksins

nemendur_2075.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning