fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Beikonvafðar heilgrillaðar nautalundir með perlulauk, sveppum, grilluðum kartöflum og rauðvínssósu

fyrir 4 til 6 manns

3 kg nautalundir
1 kg beikon (fitulítið)
10 stk. bökunarkartöflur(stórar)
500 g sveppir (litlir)
500 g perlulaukur (ferskur)
2 msk rósmarin (ferskt)
3 msk timjan ( ferskt)
1 fl rauðvín
200 g smjör
2 dl ólífuolía
1 ½ dl rauðvínsedik
½ l nautasoð

Hreinsið sinina af lundunum og vefjið beikonsneiðunum þétt utan um kjötið. Gott er að gera þetta kvöldið áður og pakka lundunum þá vel innan í plastfilmu. Hitið upp að suðu helminginn af rauðvíninu ásamt helmingnum af edikinu, ögn af rósmarin og salti. Setjið perlulaukinn (óflysjaðan) út í rauðvínsblönduna og geymið í kæli yfir nótt.

Olíublanda fyrir kartöflur:
Blandið olíunni, timjan, salti og svörtum pipar saman.
Flysjið kartöflurnar og skerið í 1 sentimetra þykkar sneiðar áður en þær eru marineraðar yfir nótt í olíublöndunni.
Raðið sveppunum upp á grillpinna og saltið létt yfir.
Raðið perlulauknum upp á grillpinna og þerrið lítillega.

Sósa:
Sjóðið rauðvínið og edikið vel niður áður en kjötsoðinu er blandað saman við og sósan soðin vel áfram (hugsanlega þykkt með sósujafnara) og smjörinu hrært út í ásamt rósmarininu rétt áður en rétturinn er borinn fram.
Grillið lundirnar við mikinn hita í upphafi þannig að beikonið herpist utan um vöðvann. Þegar beikonið er orðið fallega brúnað er gott að lækka í grillinu og færa kjötið á efri grindina og grilla kartöflusneiðarnar, sem verður að þerra vel áður. Um leið er gott að grilla teinana með sveppunum og perlulauknum. Gæta skal að því að snúa þeim reglulega til að forðast bruna.
Þegar kjötið og grænmetið er grillað eru sveppirnir og perlulaukurinn tekin af teinunum og kjötið skorið í þykkar sneiðar þannig að það líti út eins og steik. Setjið tvær kjötsneiðar á disk ásamt kartöflum, sveppum og perlulauk. Berið sósuna fram með og hugsanlega steiktar sykurbaunir eða annað soðið grænmeti.

Mynd augnabliksins

endurbygging_fv_i_kaupvangsstraeti_6_022.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning