fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Nautaframhryggjarsneiðar með grænum piparkornum og kryddjurtum

Fyrir 4

4 vænar sneiðar af nautaframhrygg (u.þ.b. 200 g hver)
1 –1 ½ msk græn piparkorn (úr legi)

Kryddjurtasmjör
100 g smjör (lint)
1 tsk ferskt blóðberg (timjan)
1 tsk ferskt rósmarin
1 tsk ferskt fáfnisgras (tarragon)
1 hvítlauksrif
salt og pipar

Saxið kryddjurtirnar og hvítlaukinn, blandið vel saman við smjörið. Berjið létt á steikurnar, myljið piparkornin vel niður og dreifið vel á steikurnar áður en þær eru penslaðar með smjörinu, kryddaðar með pipar og geymdar í tíu mín. á meðan grillið er að hitna. Grillið steikurnar við miðlungshita eftir smekk og varist að eldur kvikni í grillinu af völdum smjörsins. Berið steikurnar fram með fersku salati, bökuðum kartöflum og afganginum af smjörinu.

Mynd augnabliksins

600673_10150917591034654_1680440112_n.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning