fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Moðsteikt lambalæri með soðsósu, ofnsteiktu grænmeti og gratín-kartöflum.

Athugið að það tekur u.þ.b. 5 klukkustundir að elda þennan rétt.
(fyrir 4 til 6 manns )

1 lambalæri, 2–2,5 kg
½ dl olífuolía
3-4 hvítlauksrif
2 gulrætur
2 stórir tómatar
1 lárviðarlauf
2 timjankvistur
1 laukur
salt og pipar
10 nálar rósmarin
2 kvistir estragon
1,5 l kalt vatn
100 g lint smjör
2 msk sítrónusafi
½ tsk hunang

Hreinsið nárafituna af lambalærinu, skerið lykilbeinið úr og hækilinn af .
Komið lærinu fyrir á grind með ofnskúffu fyrir neðan og setjið neðarlega í 80°C heitan ofninn, bakið í eina og hálfa klukkustund. Skerið lauk, gulrætur og hvítlauk gróft niður og brúnið létt í olíunni um leið og hækilinn og lykilbeinið, færið yfir í eldfast mót ásamt tómötunum, lárviðarlaufi og timían. Setjið í ofninn með lærinu í 30 mínútur en takið þá út og setjið í pott, hellið vatninu yfir og látið suðuna koma hægt upp. Þegar soðið fer að sjóða er gott að fleyta allri fitu og sora sem flýtur upp á yfirborðið af strax, lækkið hitann undir soðinu og látið sjóða í klukkustund við vægan hita. Sigtið soðið í gegnum fínt sigti, þvoið pottinn, setjið soðið aftur í hann og sjóðið við vægan hita í 30 mínútur. Bandið helmingi af fínsöxuðu rósmarini, timjani og estragoni út í og látið standa í smástund.

Þegar lærið hefur verið í ofninum í eina og hálfa klukkustund er það tekið út og látið standa í c.a. 5 mínútur áður en það er kryddað með salti og pipar. Gott er að nudda kryddinu vel inn í vöðvann. Setjið lærið aftur í ofninn í 45 mínútur, eftir þetta skal hella soðinu yfir kjötið á 10 mínútna millibili í 50 mín., þá ætti allt soðið að vera komið í ofnskúffuna. Hækkið hitann á ofninum í 175°C og bakið lærið í 15 mínútur áður en það er tekið út, sett í eldfastmót með loki eða álfilma breidd ofan á. Látið lærið standa í 20 mín. áður en það er borið fram.(Ath. að þessir tímar og hitastig miðast við að lærið hafi verið þítt í kæliskáp í þrjá til fjóra sólahringa, eftir úrbeiningu og þegar lærið fór fyrst í ofninn var hitinn inni við bein u.þ.b. 8 °C).

Mynd augnabliksins

ovissuferd_juni_2009_195.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning