fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Lambaskanki

4 lambaskankar, u.þ.b. 350 g hver
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
4 msk olífuolía
8 meðalstórir shallotlaukar, flysjaðir
4 litlar gulrófur, flysjaðar
4 meðalstórar gulrætur, flysjaðar

Aðferð:
Kryddið lambaskankana og steikið þá í olíu á pönnu í 6-8 mín. eða þar til þeir eru gullinbrúnir. Hellið fitunni af og bætið grænmetinu út á. Hellið vatni þannig að fljóti yfir. Hitið upp að suðu og fleytið af allri óþarfa fitu og gruggi. Sjóðið við væga suðu í 2 1/2 tíma við mjög væga suðu og gætið þess að vatnið fljóti alltaf yfir. Færið þá skankann og grænmetið yfir í ofnskúffu. Hitið ofninn í 200°C, fleytið allri fitu af soðinu og sjóðið það niður um 2/3 og fleytið reglulega ofan af því. Hellið þá soðinu yfir skankana og grænmetið og setjið í ofninn í 20 mín. Gott er að ausa yfir skankana reglulega á þessum tíma.

Berið fram í fatinu með nýsoðnu smælki, sjávarsalti og pipar.

Þessi réttur er upprunalega frá Raymond Blanc.

Mynd augnabliksins

img_0181.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning