fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Ostafylltar kj˙klingabringur me­ grŠnpiparsˇsu

Fyrir 4 til 6 manns

4 til 6 kjúklingabringur (180 til 200 g hver)
150 g maskarpone ostur
50 g gráðaostur
2 til 3 msk brauðrasp
salt og pipar
1 eggjahvíta
 
Aðferð
Hreinsið skinnið af bringunum og skerið vasa í þær eftir endilöngu.
Hrærið ostinn, eggjahvítuna og raspið saman og kryddið til með saltinu og piparnum.
Smyrjið ostafyllingunni inn í bringurnar áður en þær eru brúnaðar á pönnu við mikinn hita í stuttan tíma. Þegar bringurnar eru fallega brúnaðar eru þær settar í 170°C heitan ofn í 10 mín. en þá teknar út og látnar standa í 4 til 5 mín. áður er þær eru sneiddar. Ef bringurnar eru sneiddar strax er hætt við að osturinn leki út um allt

Grænpiparsósa
1 l kjúklingasoð
3 msk smjör
6 msk græn piparkorn (úr legi)
2 msk brandí
1 msk hunang
1 dl rjómi
salt og pipar
kornsterkja til þykkingar

Hitið smjörið í víðum potti, bætið piparkornunum út í og látið malla í smástund en hrærið stöðugt í á meðan. Setjið hunangið út í og um leið og það er bráðnað hellið þá brandíinu yfir og sjóðið niður í smástund áður en soðinu er hellt yfir og látið sjóða í 12 til 15 mínútur. Þykkið sósuna með kornsterkju, smakkið til með salti, pipar og rjómanum. Láðið sósuna sjóða áfram í 3 til 4 mín. við væga suðu.

Mynd augnabliksins

nemendur_019.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning