fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Kartöflugratín

500 g afhýddar kartöflur

100 g bráðið smjör

1 stór smátt saxaður laukur

salt og pipar

50-60 g rifin parmesanostur


Aðferð:

Kartöflurnar eru skornar í þunnar skífur og raðað í eldfast mót, hvert lag af kartöflum er penslað með smjöri, kryddað með salti og pipar og lauk stráð yfir, þetta er gert koll af kolli þar til að formið er fullt þá er formið sett í ofnin með kjötinu ( 80°c) í eina klukkustund . Stráið ostinum yfir og setjið aftur í ofnin í 15 mín við 175 °c .

Þegar kjötið er tekið úr ofninum er gott að stinga í kartöflurnar og ef þær eru ekki meirar skal hafa þær áfram í ofninum á meðan lambalærið stendur.

Kartöflurétturinn á að vera fallega brúnaður að ofan, þannig er fallegt að bera hann fram í mótinu.

Mynd augnabliksins

dsc_1190.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning