fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Kálfakjöt með “Peperonata”

Uppskrift fyrir þrjá til fjóra:

4 lærissneiðar af kálfakjöti (má einnig nota kjúklingakjöt)
2-3 msk. hveiti
4 msk. smjör
1/4 bolli ólífuolía, td. CARAPELLI Extra Virgin
1/4 bolli ítalskur hvítur vermút, eða þurrt hvítvín,
3 msk. sítrónusafi
sítrónusneiðar og steinselja til skrauts
salt og ferskur, nýmalaður pipar
2 grillaðar paprikur (gul og rauð) eða 1 krukka SACLÁ Red & Yellow peppers
(meðlæti)

Berjið til kálfakjötssneiðarnar þar til þær eru mjög þunnar. Veltið þeim upp úr hveiti, og kryddið með salti og pipar. Bræðið smjörið á pönnu ásamt ½ af olíunni. Setjið kjötsneiðarnar á pönnuna og steikið á góðum hita í ca 1-2 mínútur á hverri hlið, þar til þær hafa brúnast nokkuð. Fjarlægið kjötið af pönnunni og setjið á heitan bakka eða disk. Haldið heitum. Takið pönnuna af hellunni, hellið víninu út á ásamt sítrónusafanum. Hrærið vel saman við það sem eftir er á pönnunni, setjið aftur á heita helluna og bætið kjötinu saman við. Haldið á miðlungshita í nokkra stund, og vætið kjötið vel í vökvanum. Berið fram strax, skreytið með sítrónubát og steinselju. Hitið innihald paprikuna örlítið í potti og berið fram með kjötinu ásamt soðnum grænum baunum og kartöflum

Mynd augnabliksins

dsc_1141.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning