fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Pönnusteik kálfa-entrécote með rauðlaukssultu og gráðaostasósu

Fyrir 4 til 6 manns

800 til 1000 g kálfavöðvi
salt og pipar

Sneiðið vöðvann í 1,5 til 2 sentimetra þykkar sneiðar. Steikið sneiðarnar í olíu á vel heitri pönnu í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið (látið sneiðarnar standa í nokkrar mínútur áður en þær eru bornar fram).

Rauðlaukssulta
4 stórir rauðlaukar (grófsaxaðir)
100 g sykur
2 msk grenadin-sýróp (fæst í stórmarkaðnum)
2 msk borðedik 4 %
2 msk vatn

AÐFERÐ:
Vatn, sykur, edik og sýróp soðið saman þar til það er vel samfellt. Þá er lauknum blandað saman við og hann soðin í blöndunni við vægan hita í 7 til 9 mín.
Þá er potturinn tekin af hita og látinn standa í klukkustund áður en laukurinn er hitaður aftur og borinn fram. Líka má bera hann fram kaldan.

Gráðaostasósa
½ laukur (saxaður)
1 lárviðarlauf
2 msk smjör
1/2 l kálfa- eða nautasoð
125 g gráðaostur
1 msk hunang
1 dl rjómi

Svitið laukinní smjörinu, hellið soðinu yfir og látið sjóða við miðlungshita í 10 til 15 mín. ásamt lárviðarlaufinu. Takið þá soðið af hitanum og látið standa í 10 mín. áður en það er sigtað í annan pott og soðið áfram. Myljið gráðaostinn út í og sjóðið við væga suðu í stutta stund áður en rjómanum er bætt saman við og sósan soðin saman. Athugið að þykkja má sósuna ef með þarf.
Berið réttinn fram með kartöflum og soðnu grænmeti.

Mynd augnabliksins

bogglageym_141.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning