fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Kaffimarineraður lax

1 laxaflak beinlaust en með roði

1 msk jómfrúar ólífuolía

1 msk fínt salt

1 bolli espresso

1 dl góðar kaffibaunir

1 stk stjörnuanis

2 stk míní chilli (þurrkað)

1 tsk fennel fræ


Aðferð:

Leggið laxaflakið á góðan passlega djúpan bakka

penslið olíunni yfir og stráið saltinu vel yfir þannig að það þekji fiskinn, látið standa í 20 mín. á meðan kaffibaunirnar, anisin, fennelfræin og chilliið er malað vel í matvinnsluvél (blandan á að verða fín eins og kaffi til uppáhellingar) ef blandan er of gróf þá er gott að sigta hana í gegnum meðal fínt sigti.


Penslið laxinn með espresso kaffinu og þekið hann síðan með kaffiblöndunni þannig að ekki sjáist í laxin. Þá er bakkin með laxinum filmaður vel og geymdur í kæli í einn og hálfan til tvo sólahringa áður en laxin er borin fram skorinn þunnt eins og grafinn lax eða skorinn í stærri bita. Einnig má elda kaffilaxin í 8 til 10 mín. í 160° c heitum ofni og bera hann fram sem aðalrétt.

Mynd augnabliksins

nemendur_2118.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning