fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Jólarjúpa með rauðvínssoðinni peru

Fyrir 4

4 rjúpur (hamflettar með lærum)

olía til steikingar 

salt og pipar

1 dl rauðvín 

1 dl rjúpusoð


Brúnið rjúpurnar vel við góðan hita í olíunni áður en þær eru settar í eldfasta skúffu ásamt rauðvíninu og soðinu, sem gott er að ausa yfir rjúpuna nokkrum sinnum á meðan steikingu stendur. Bakaðar í ofni við 160°C í 18 til 25 mín., allt eftir smekk.


Rjúpusósa

1 rjúpa (má vera bein eða læri af nokkrum rjúpum) fóarn og innyfli úr öllum rjúpunum fimm.

Olía til steikingar

1 sellerístilkur 

1-2 gulrætur

1/2 blaðlaukur

nokkrir steinseljustilkar

2 lárviðarlauf 

10 hvít piparkorn

4 einiber

timjankvistur 

salvíukvistur 

vatn og salt

1/2 flaska rauðvín 

1/4 dl rauðvínsedik

múskat

3 msk rifsberjahlaup

100 g smjör


Aðferð

Höggvið rjúpuna í 6 til 8 parta og brúnið varlega í olíunni í góðum potti ásamt grænmetinu. Hellið vatninu í pottinn þannig að vel fljóti yfir beinin, bætið kryddinu út í og sjóðið við vægan hita í 2 klst. Reglulega þarf að fleyta froðu ofan af og hugsanlega bæta út í vatni. Sjóðið rauðvín og edik saman í öðrum potti þannig að það minnki um helming, sigtið þá soðið í gegnum fínt sigti og setjið saman við rauðvínsblönduna. Sjóðið síðan áfram þar til soðið hefur minnkað um helming. Þykkið sósuna ef með þarf áður en rifsberjahlaupið og múskatið er sett út í. Smjörinu er hrært varlega saman við áður en sósan er borin fram.


Rauðvínssoðnar perur

4 perur (ekki of þroskaðar)

2 dl rauðvín (það sama og í sósuna)

1/2 dl rauðvínsedik

180 g sykur 

vanillustöng 

múskat og salt


Flysjið perurnar, kúlið kjarnann úr og skerið neðan af perunum þannig að þær standi.

Sjóðið allt annað saman í u.þ.b. 10 mín. áður en perurnar eru settar út í og suðan látinn koma aftur upp. Þá er lok sett á pottinn, hann tekinn af hitanum og látinn standa í 1 klst. áður en perurnar eru teknar úr pottinum. Þær eru síðan settar í skál og geymdar í kæli í safanum yfir nótt. Hitið perurnar varlega í safanum án þess að sjóði þegar bera á réttinn fram.

Berið rjúpuna fram með sykurbrúnuðum eða pönnusteiktum kartöflum, steiktu grænmeti, eplasalati og rifsberjahlaupi eða bara ykkar uppáhaldsmeðlæti.

Mynd augnabliksins

copy_of_endurbygging_fv_i_kaupvangsstraeti_6_007.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning