fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Grillaður humar í skel með hvítlauk og grillaðri papriku

Fyrir 4-6 


6 hvítlauksrif

100 g smjör

2 rauðar paprikur

2 gular paprikur

2 grænar paprikur

1 höfuð lollo rosso

1 höfuð lambhagasalat

1 höfuð icebergsalat

2,5 dl hvítvín

1,5 dl ólífuolía

2 msk söxuð steinselja

1 sítróna

gróft salt


Nuddið olíu og salti vel á paprikurnar og grillið,  þannig að þær verði vel dökkar, nánast svartar. Kælið þá paprikurnar, fjarlægið hýðið og kjarnann áður en þær eru skornar í grófa teninga.  Skolið salatið vel, þerrið og rífið niður.

Flysjið hvítlaukinn og saxið smátt áður en honum er blandað saman við bráðið smjörið 

(geymið 1/5 af hvítlauknum fyrir sósuna)

Skerið humarhalann eftir endilöngu þannig að skelin hangi saman þegar hún er glennt upp.

Þerrið humarinn vel áður en hann er penslaður með hvítlaukssmjörinu og látið standa í klukkustund áður en hann er grillaður. Hrærið saman olíunni, hvítvíninu, hvítlaukinum, steinseljunni og ögn af sítrónusafa.

Setjið salatið á diskinn, stráið paprikuteningunum yfir, setjið grillaðan humarinn ofan á og dassið sósunni yfir. Berið fram með sítrónubátum og ef til vill ristuðu brauði.

Mynd augnabliksins

img_1469.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning