fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Ofnbakağur hreindıravöğvi meğ bláberjasósu

fyrir 4 til 6 manns


800 til 1000 gr hreindýra innanlærisvöðvi

4 til 5 greinar ferskt blóðberg (timjan)

4 til 5 greinar rósmarin

10 blöð salvia

1 ½ dl jómfrúar ólífuolía

5 einiber

1 L villibráðasoð

30 gr aðalbláber (frosin í sykri )

1 dl balsamico edik

½ flaska rauðvín

1 laukur (saxaður)

½ gulrót (söxuð)

1 lárviðarlauf

150 gr smjör


Aðferð

Hreinsið kryddjurtirnar af stilkunum( geymið stilkana) og merjið ásamt olíunni og einiberjunum í morteli þar til allt er orðið að mauki. Baðið þá vöðvan í maukinu og sejið í lokað ílát sem geymt er í kæli yfir nótt, gott er að snúa vöðvanum nokkrum sinnum á þessum tíma og nudda vel maukinu inní kjótið.

Brúnið kjötið vel á pönnu kryddið með salti og pipar  komið fyrir á ofnskúffu. og eldið í ofni í u.þ.b. 18 til 20 mín látið vöðvan standa í 4 til 6 mín áður en hann er skorinn.


Sósan

Svitið laukinn og gulræturnar í 2 msk af smjörinu, bætið lárviðarlaufinu, kryddjurtastilkunum og rauðvíninu út í og sjóðið hægt niður un helming áður en edikinu er bætt saman við og síðan soðinu, sjóðið áfram niður um helming þá er 

soðið sigtað og jafnað ef með þarf bláberin eru síðan sett út í og soðið vel og hrært í á meðan þannig að berin merjist og gefi bragð í sósuna og að lokum er smjörinu hrært út í og sósan látin standa í sá stund áður en rétturinn er borinn fram.

gott er að bera fram með hreindýri td.eplasalat, rauðkál steikta sveppi og sykurbrúnaðar eða pönnusteiktar kartöflur.

Mynd augnabliksins

copy_of_img_1465.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning