fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Hreindýrakćfa

fyrir 4

150 g hreindýralifur (best ef hún hefur ekki frosið)
225 g svínalifur (best ef hefur ekki frosið - má líka nota lambalifur)
220 g svínaspekk
100 magurt hreindýrakjöt
1 dl brandý eða portvín
1 stór laukur
50 g hveiti
50 g smjör
3 dl volgur rjómi
1 egg
1 tsk pipar
1/2 tsk negull
1/2 tsk salvía

Lifur, spekk, kjöt og laukur er skorið í hæfilega litla bita og látið liggja í víninu í kæli yfir nótt áður en blandan er hökkuð. Smjörið er brætt í potti og hveitinu blandað saman við og síðan rjómanum og blandan soðin í 8-10 mín. Þá er hún sigtuð og kæld örlítið áður en hakkinu, egginu og kryddinu er blandað saman við og síðan hakkinu. Blöndunni er komið fyrir í smurðu leirformi sem sett er í djúpa ofnskúffu sem er hálffyllt með heitu vatni og sett í ofninn og kæfan bökuð í 55-65 mín. við 150 gr. C. Kælt yfir nótt.

Mynd augnabliksins

nemendur_2124.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning