fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Pipar og hunangsgrafið hangikjöt

fyrir 4 til 6


1 innanlærisvöðvi úr KEA hangilæri

2 msk hunang

2 tsk græn pipar korn

2 tsk rauð piparkorn

1 tsk nýmulin svartur pipar

½ hunangsmelóna

1 knippi lolló rossó eða lambhagasalat

2 msk söxuð steinselja

1 ½ dl sýrður rjómi

salt og pipar

sítrónusafi

4 msk feta ostur

2 – 3 msk sæt soyasósa


Aðferð:

Penslið vöðvan með hunanginu, myljið allan piparinn vel saman og stráið vel á yfirborð vöðvans þannig að piparinn hylji vel. Setjið í loftþétt ílát og geymið í kæliskáp í einn til tvo sólahringa, þá er piparinn skafin vel utan af kjötinu og það skorið í þunnar sneiðar. Kúlið melónuna eða skerið í jafna teninga, skolið kálið þerrið vel og rífið gróft niður. Hrærið saman sýrðum rjóma.sítrónusafa og steinselju, smakkið til með salti,pipar.  Setjið salatbrúsk á miðjan disk, raðið hangikjötssneiðunum fallega ofaná, dreifið melónukúlunum og fetaostinum á diskinn og hellið sýrða rjómanum í hring utan um kál og kjöthólin, hellið að lokun nokkrum dropum af soyasósu í hring á diskinn.

Mynd augnabliksins

bogglageym_062.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning