fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Grísakambsneið með sniglum í sambuccasósu

Fyrir 4 til 6 manns


4 til 6 grísakambsneiðar, 210 til 230 grömm hver, með beini

½ dl olía

35 sniglar (frosnir eða úr dós)

2 dl sambucca

3 skalottlaukar (smáttsaxaðir)

2 hvítlauksrif (gróft söxuð)

1 msk olía

½ l grísasoð

1 lárviðarlauf

1 stjörnuanis

salt og pipar

kornsterkja

100 g lint smjör


Aðferð:

Svitið skalott- og hvítlaukinn í olíunni þangað til hann er orðinn mjúkur, hellið þá sambuccanu yfir og sjóðið niður um einn þriðja. Bætið grísasoðinu ásamt lárviðarlaufinu og stjörnuanísnum út í og sjóðið í 12 til 15 mín. við vægan hita. Smakkið til með salti og pipar, sigtið sósuna yfir í annan pott og þykkið með kornsterkju. Hrærið smjörinu varlega saman við. Ekki sjóða sósuna eftir að smjörinu er blandað saman við.


Aðferð

Penslið kambsneiðarnar með olíu og grillið á útigrillinu eða steikið á rifflaðri pönnu þangað til sneiðarnar eru fallega brúnaðar. Takið þær þá af hitanum og látið standa í 5 til 10 mín. undir loki. Á meðan eru sniglarnir brúnaðir á pönnu og kryddaðir með salti og pipar. Setjið sneiðarnar á diska, sniglana ofan á og hellið sósunni yfir.

Berið fram með ofnbökuðum kartöflum og smjörsteiktu spínati.

Mynd augnabliksins

saelkeraferd_26.7_158.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning