fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Nýr grísahryggur međ eplasalati

Fyrir 4 


1000 – 1200 gr grísahryggur ( purulaus )

kryddblanda

½ tsk pipar

1 tsk paprikuduft 

4 tsk salt 

1 tsk negulduft


Aðferð:

Kryddið hrygginn með blönduni, best er að gera það daginn áður. Setjið grísinn í ofnskúffu og steikið í fimmtíu mínútur í 180°c heitum ofni, takið hann út og látið standa undir álpappír í tíu mínútur áður en hryggurinn er borin fram.


Sósa 

Hellið vatni í ofnskúffuna þegar hryggurinn hefur verið inni í u.þ.b. 20 mínútur látið krauma í ofninum í 15 mínútur , hellið þá soðinu í gegnum sigti, smakkið til með svínakjötkrafti, örlitlu af kryddblöndunni , einnig er gott að bæta sósuna með rauðvíni en það er þá ekki nauðsynlegt. Þykkið sósuna að vild.


Eplasalat

2-3 græn epli 

½ dl þeyttur rjómi

½ dl sýrður rjómi

1 msn appelsínu líkjör (gran torres)

1 msk sítrónusafi

1- 2 msk sykur 

salt


Aðferð

Hrærið saman rjómanum og sýrðarjómanum smakkið til með líkjörnumsítrónusafanum og sykrinum flisjið eplin og takið kjarnan úr áður en eplin eru skorin í teninga og þeim blandaðút í rjóman. geymið í kæli og berið fram kalt.

Gott er að bera fram með hreindýri td.eplasalat, rauðkál steikta sveppi og sykurbrúnaðar eða pönnusteiktar kartöflur.

Mynd augnabliksins

dsc_1125.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning