fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Góð ráð við grillið

Góð regla er að þrífa grillið alltaf að lokinni notkun þannig að maður gangi alltaf að því vísu, einnig getur reynst erfitt að þrífa gömul óhreinindi. Gott er að þrífa grindurnar með vírbursta.


Gott er að strjúka grindina með olíu áður en grillið er hitað til að koma í veg fyrir að 

hráefnið festist á grindinni þegar grillað er.


Hitið grillið vel áður en eldamennska hefst, en grillið iðulega á meðalhita, ekki við of mikinn hita þar sem þá er meiri hætta á bruna.


Þegar fiskur er grillaður er gott að pensla hann með olíu eða smjöri góðri stund áður en grillað er. Þegar fiskurinn er settur á grillið er gott að hreyfa hann aðeins í upphafi þannig að hann festist ekki við grindina.

Best er að snúa fiski aðeins einu sinni þegar hann er grillaður til að forðast að hann losni í sundur.


Ég mæli með að kartöflur séu gataðar með gaffli og síðan grillaðar í smástund á neðri grindinni en síðan færðar á efri grindina og hafðar þar á meðan hitt hráefnið er grillað. Gott er að snúa kartöflunum oft. Ég nota aðeins álpappír þegar grilla á kartöflur á kolagrilli og þá læt ég kartöflurnar liggja með kolunum.


Þegar grillpinnar úr tré eru notaðir er gott að láta þá liggja í bleyti í volgu vatni í tvo tíma áður en hráefnið er þrætt upp á þá. Þetta kemur í veg fyrir að pinnarnir brenni.


Þegar grilla á marinerað hráefni eða hráefni í barbecuesósu er gott að fjarlægja sem mest af marineringunni eða sósunni áður en hráefnið er sett á grillið til að varast að sósan leki niður í grillið og valdi bruna. Varist að hafa grillið of heitt þegar svona hráefni er grillað vegna þess hvað það er viðkvæmt fyrir bruna.

Mynd augnabliksins

boggla_012.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning