fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Grillaður humar í útileiguna

Fyrir 4 til 6 manns
2,5 kg humar í skel ( 12 til 15 stk í lipsinu)
½ laukur
6 hvítlauksrif
150 g smjör
1 dl hvítvín
1 dl ólífuolía
2 msk söxuð steinselja
1 sítróna
gróft salt

Flysjið hvítlaukinn og saxið smátt áður en honum er blandað saman við bráðið smjörið
Skerið humarhalann eftir endilöngu þannig að skelin hangi saman þegar hún er glennt upp.
Þerrið humarinn vel áður en hann er penslaður með hvítlaukssmjörinu og látið standa í klukkustund áður en hann er grillaður. Hrærið saman olíunni, hvítvíninu, steinseljunni og ögn af sítrónusafa.
Berið fram með sítrónubátum og nýbökuðu brauði eða ef til vill ristuðu brauði.

Mynd augnabliksins

bogglageym_038.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning