fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Grillaðir bananar með súkkulaðimousse og sherrískyrís

5 stk bananar ( ekki þroskaðir)

1 askja fersk rifsber í skraut


Súkkulaðimousse

400 gr suðusúkkulaði

10 gr smjör

2 egg

½ l þeyttur rjómi

1 msk sterkt kaffi

1msk sherrí

3 blöð matarlím (má sleppa)


Bræðið súkkulaðið og smjörið, hrærið eggjunum saman við, bræðið matarlímið í kaffinu og sherríinu blandið saman við súkkulaði og blandið að lokum súkkulaði blöndunni rólega saman við þeytta rjóman. Lárið standa í tíu mín. áður en súkkulaði mousseið er sett í form eða skálar.


Sherrí skyrís

4 egg

2dl þeyttur rjómi

500 gr KEA skyr ( óhrært)

5 msk sykur

2-3 msk sherrí (Croft orginal)


Hrærið eggjarauðurnar og skyrið vel saman, þeytið eggjahvíturnar og sykurinn vel saman. Blandið saman við skyrmassann ásamt þeytta rjómanum og sherríinu. Setjið í lokað ílát og frystið yfir nótt.


Grillið banana við meðal hita á neðri grindinni þangað til hýðið verður vel dökkt.


Afhýðið bananana og skerið þá í þykkar sneiðar setjið á diskinn ásamt súkkulaðimoussini og skyrísnum, skreytið með rifsberjunum og ef til vill súkkulaðiskrauti.

Mynd augnabliksins

saelkeraferd_26.7_051.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning