fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Grænmetisrisotto

Fyrir 4


¾ l kjúklingasoð

1 laukur (saxaður)

1 búnt ferskur spergill (skorinn í sneiðar)

1 grænn kúrbítur (skorinn í teninga)

100 g snjóbaunir (skornar í bita)

2 msk olífuolía

1 ½ bolli arborio risotto grjón

2 tómatar (saxaðir)

1 bolli steinselja (söxuð)

1 bolli rifinn parmesanostur (ferskur)


Setjið spergil, kúrbít og snjóbaunir í skál, hellið sjóðandi vatni yfir og látið standa í tvær mínútur áður en vatninu er hellt af og grænmetið þerrað vel.  Hitið olíuna í potti, brúnið laukinn þar til hann er gullinn, bætið grjónunum saman við og hrærið látlaust í eina mínútu, bætið þá ¼ af heitu soðinu saman við og sjóðið í sjö mínútur eða þar til soðið er horfið. Hrærið stöðugt á meðan. Bætið síðan meira soði út í og sjóðið áfram.

Bætið grænmetinu út í ásamt afganginum af soðinu og sjóðið áfram þar til grænmetið er hæfilega eldað, hrærið þá ostinum og steinseljunni saman við og berið fram strax með hvítlauksbrauði og ef til vill salati.

Mynd augnabliksins

slovenia_dagur_3___4_048.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning