fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Sítrónulegnir grænmetisprjónar

Fyrir 4


6 til 8 trépinnar

(Látið pinnana liggja í vatni í fjóra klukkutíma til þess að þeir brenni ekki þegar við grillum grænmetið)

1 grænn kúrbítur

1 eggaldin

salt

1 rauð paprika

9 laukar

18 sveppir (af sömu stærð)

½ dl steinselja (söxuð)


Sítrónulögur


2 dl sítrónusafi

2 msk olía

1 hvítlauksrif

2 msk saxaður vorlaukur


Blandið saman safanum, olíunni, hvítlauknum og vorlauknum og látið standa í hálfa klukkustund.


Skerið eggaldinið í tvennt eftir endilöngu og síðan í vænar sneiðar, raðið á bakka, stráið salti yfir og látið standa í þrjátíu mínútur, á meðan laukurinn er afhýddur og skorinn í tvennt , paprikan og kúrbíturinn eru hreinsuð og skorin í jafna bita og sveppirnir skolaðir og þerraðir .

Eggaldinsneiðarnar eru síðan skolaðar í köldu vatni og þerraðar vel. Þá er grænmetinu raðað upp á pinnana, sem eru nú orðnir gegnblautir af vatninu. Raðið pinnunum á bakka og penslið hvern og einn vel með sítrónuleginum, grillið síðan pinnana á miðlungsheitu grillinu og penslið reglulega með leginum, þar til laukurinn er meyr. Þá er grænmetið tilbúið. Þetta er mjög gott sem meðlæti með öðrum grillmat, en einnig gott sem stakur réttur. Hægt er að nota margs konar grænmeti á svona pinna, t.d. kúrbít, dvergtómata, blaðlauk og mínímaís, svo eitthvað sé nefnt.

Mynd augnabliksins

ovissuferd_juni_2009_167.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning