fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Fyllt gæs með hnetu- og ávaxtafyllingu og Calvadossósu

(fyrir fjóra ) 


1 gæs 1200 – 1500 g (reitt og sviðin) 

kryddblanda 

½ tsk kanill 

1 msk hrásykur 

½ tsk hvítur pipar 

1 msk sjávar salt 


Fylling: 

1 bolli græn epli ( flisjuð og söxuð) 

1 bolli apríkósur (steinlausar og saxaðar) 

½ bolli valhnetur (saxaðar ) 

½ bolli furuhnetur(ristaðar) 

½ bolli heslihnetur ( saxaðar ) 

½ bolli Calvados líkjör (epla koniak má nota brandy eða koníak) 

2 tsk hrásykur sykur 

½ tsk kanill 


Aðferð: 

Öllu blandað saman og geymt í kæliskáp yfir nótt,saltið gæsina að innan áður en hún er fyllt að ¾ og saumað fyrir, krydduð með blöndunni og henni nuddað vel á gæsina. Steikið gæsina í 150°c heitum ofni í u.þ.b. tvo tíma allt eftir gæs og ofni. 


Sósa: 

Háls, afskurður og lifur ( eða það sem gæsinni fylgir ) 

3-4 einiber ( þurrkuð) 

1 tsk kryddblandan 

2 msk söxuð þurrkuð epli 

2 msk saxaður laukur 

1 lárviðarlauf 

1 tsk kjúklingakraftur eða villi kraftur 

1 dl calvados epla koniak má nota brandy eða koníak 

1 kvistur timjan 

½ dl eplaedik 

1 msk hunang 

150 g lint smjör 

1 l vatn 


Aðferð: 

Brúnið háls, afskurð og lifur ásamt lauk og eplum í 50 g af smjöri, kryddið með blöndunni, einiberjunum, kraftinum og lárviðarlaufinu áður en vatninu er hellt yfir og þetta allt soðið saman við vægan hita í 30 mínútur. Sigtið soðið og hellið reglulega yfir gæsina það sem eftir er af steikingunni. Takið gæsina út, færið á fat og látið standa undir álpappír á meðan sósan er gerð. Skafið alla steikarskóf úr skúffunni og sigtið soðið í gegnum síudúk eða mjög fínt sigti , látið suðuna koma upp, blandið calvados, ediki og hunangi út í og sjóðið áfram í skamma stund, þykkið með sósujafnara ef þarf smakkið til með krafti og kryddblöndunni takið pottinn af hellunni og klárið með því að hræra afganginum af smjörinu saman við. 

Mynd augnabliksins

copy__2__of_fridrik5b.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning