fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Fiskisúpa međ karrý og kókos

Fisksoð

500 gr flatfisksbein (tálkn og augu fjarlægð ef hausinn er notaður)

2 laukar (ekki hýði)

1 gulrót

1 lárviðarlauf

3 piparkorn

blaðlaukur

1 sítróna (ekki hýði)

½ dl hvítvínsedik

2,5 l kalt vatn


Allt sett í pott og soðið við vægan hita í 20 mín.

Látið standa í 10 til 15 mín. Sigtað. Ath.: Ekki hræra gruggið upp.

Soðið sett í annan pott og soðið í 20 mín. við vægan hita.


Fiskisúpa með karrý og kókos

Fyrir 6

100 g lúða eða annar fiskur

100 g lax

100 g rækjur

50 g hörpuskel

50 g humar (skelflettur)

1 dós kókosmjólk

2 rif hvítlaukur (saxaður)

1 laukur (saxaður)

2 msk smjör

3 gulrætur (saxaðar)

1 msk  lemon grass (saxað)

3 msk engifer (saxað)

1-2 msk grænt karrý

1 smátt chilli (mulið í morteli)

6 humarhalar í skel (til skrauts, má sleppa )

6 tígrisrækjur, skelfletar (til skrauts, má sleppa )

3 msk steinselja (söxuð)

saffranþræðir

1½ l fisksoð

1 tsk túrmerik

3 dl hvítvín

svartur pipar og salt


Aðferð:

Laukur og hvítlaukur eru brúnaðir í smjörinu þar til laukurinn er orðin meyr. Bætið þá engiferi, lemon grass og gulrótum út í og mallið í smástund. Þá er karrý, chilli og túrmeriki sáldrað yfir. 


Víninu og fisksoðinu er hellt yfir ásamt kókosmjólkinni og soðið í u.þ.b. tuttugu mínútur við væga suðu. Súpan smökkuð til með saffran, salti og pipar. Hreinsið sinina af hörpuskelfiskinum, skolið humarinn og skerið í bita ásamt lúðunni og laxinum.

Bætið fiskinum öllum út í 1/2 l af fisksoði og sjóðið í stutta stund. Setjið í skálina og hellið súpunni yfir.

Sjóðið humarinn og rækjuna sér og setjið í súpuna á diskunum ásamt steinseljunni og limebát.

Mynd augnabliksins

boggla_029.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning