fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Ferskt salat með kartöflum og avókadósalat

Fyrir fjóra


1 höfuð lambasalat

1 höfuð frísesalat

10 til 12 litlar kartöflur

2 gulrætur

1 rauðlaukur

1 avókadó

1 msk sítrónusafi

½ bolli valhnetur

1 bolli steinselja


Sjóðið kartöflurnar í léttsöltuðu vatni í 12 til 14 mín. eða þangað til þær eru meyrar, þá eru kartöflurnar kældar og afhýddar. Rífið salatið niður eftir að hafa skolað það og þerrað, flysjið gulræturnar og skerið í strimla. Saxið laukinn og skerið avókadóið í sneiðar og hellið sítrónusafanum yfir, saxið valhneturnar og steinseljuna. Blandið salatinu, kartöflunum, gulrótunum saman í skál og stráið hnetum og steinselju yfir og raðið avacadoinu ofan á. Að lokum er dressingunni hellt yfir rétt áður en salatið er borið fram eða hún borin fram með í skál.


Dressing

½ dl rauðvínsedik

¾ dl ólífuolía

1 tsk appelsínubörkur (rifinn)

2 msk appelsínusafi

2 eggjarauður

1 tsk ferskt basil

1 tsk ferskur graslaukur


Blandið olíu, ediki, appelsínuberki og safa í könnu. Blandið rólega saman  kryddjurtunum og eggjarauðum í matvinnsluvél og hellið olíublöndunni út í á meðan. Þegar blandan fer að þykkna er dressingin tilbúin. Varist að láta matvinnsluvélina vinna of hratt.

Mynd augnabliksins

haus_hus_3.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning