fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Dj˙psteiktur humar og tÝgrisrŠkja me­ salthnetusˇsu

Fyrir 4


8 stórir humarhalar (skelflettir en blaðkan ekki tekin af)

8 stórar tígrisrækjur (skelflettar blaðkan ekki tekin af)


Deigið

3 eggjahvítur

1/2 dl vatn

1 tsk sesamolía

salt og pipar

1/2 tsk sykur

100-150 g hveiti

1 tsk ger


Aðferð

Öllu hrært saman og látið standa í kæli í 4 klukkustundir.


Sósa

1 dl salthnetur

1 hvítlauksgeiri (grófsaxaður)

1/2 rautt chilli (grófsaxað)

2 dl vatn


Aðferð

Allt soðið saman við væga suðu þar til hneturnar eru orðnar mjúkar, eða u.þ.b. 30 mín. Maukið þá sósuna í matvinnsluvél, setjið í skál og haldið henni heitri yfir vatnsbaði. Þerrið humarinn og rækjuna vel áður en velt er upp úr hveiti. Dýft í deigið og djúpsteikt í Wok-pönnu í meðalheitri olíu. Leggið humarinn og rækjuna á bréfþurrku eftir steikingu og berið fram strax með sósunni og soðnum hrísgrjónum.


Mynd augnabliksins

dsc_1122.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning