fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Sabyonne-gljįš ašalblįber meš žriggja lita sśkkulašifrauši

200 gr villt aðalbláber

2 msk flórsykur


Sabyonne-sósa

2 eggjarauður

1 dl hvítvín

50 g flórsykur


Eggjarauðurnar eru settar í stálskál ásamt hvítvíninu og flórsykurinum og þeyttar vel yfir vatnsbaði þangað til sósan þykkar og þéttist, þá er sósan tekin af hitanum og kæld.

 

Þriggja lita súkkulaðifrauð


Dökkt súkkulaðifrauð

300 gr dökkt Valrhona súkkulaði “purcaraibe 66%” suðusúkkulaði

2 eggjarauður

1 matarlímsblað

1 msk. sterkt kaffi

1 tsk. ósaltað smjör

1 1/2 dl þeyttur rjómi


Aðferð:

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Varist að hita það of mikið. Bætið smjörinu saman við og látið bráðna - hrærið síðan eggjarauðurnar varlega saman við súkkulaðiblönduna áður en léttþeyttum rjómanum er blandað út í og að lokum matarlíminu, sem leyst hefur verið upp í kaffinu. Hellið súkkulaðifrauðinu í rör eða kringlótt form og látið storkna áður en næsti litur er settur yfir.

 

Hvítt súkkulaðifrauð

300 g hvítt Valrhona "lactées ivoire" súkkulaði

1 eggjarauða

léttþeyttur rjómi

3 msk. sýrður rjómi

1 matarlímsblað


Aðferð

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og eggjarauðurnar settar saman við, þá sýrða rjómanum og léttþeytta rjómanum og að lokum uppleystu matarlímsblaðinu. Hellt í rörið eða kringlótta fromið ofan á dökku súkkulaðifrauðinu og það hvíta látið storkna áður en næsti litur er settur yfir.


Ljóst súkkulaðifrauð

300 g ljóst Valrhona “équatoriale lactée 35%” súkkulaði 

2 eggjarauður

1 matarlímsblað

1 msk. sterkt kaffi

1 tsk. ósaltað smjör

1 1/2 dl þeyttur rjómi 


Aðferð:

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Varist að hita það of mikið. Bætið smjörinu út í og látið bráðna - hrærið síðan eggjarauðurnar varlega saman við súkkulaðiblönduna áður en léttþeyttum rjómanum er blandað út í og að lokum matarlíminu, sem leyst hefur verið upp í kaffinu. Hellið súkkulaðifrauðinu í rör eða kringlótta formið ofan á það hvíta. Látið storkna.


Geymið í kæli í 4-6 tíma.


Stráið flórsykri yfir bláberin og setjið á disk. Sabyonne-sósu er hellt yfir berin og flórsykur sigtaður yfir. Setjið diskinn undir grillið í ofninum eða gratínerið með gastæki. Gratínerið berin létt þannig að sósan nái fallegum gylltum lit. Setjið súkkulaðifrauðið á miðjan diskinn og skreytið t.d. með súkkulaðiskrauti.

Mynd augnabliksins

nemendur_052.jpg

Deildin

Framsetning efnis

English
moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrįning