fridrikv.is

Friðrik V Restaurant

Fréttir

FRIÐRIK V

Í matargerð FRIÐRIKS V á Laugavegi í Reykjavík eru íslensk, árstíðabundin hráefni í aðalhlutverki í matreiðslunni. Ferskasta hráefni sem í boði er hverju sinni leggur grunn að matseðli dagsins sem þannig tekur breytingum frá degi til dags.
Gestir staðarins fá því alltaf nýtt ferðalag um heim íslenskrar matargerðar en í boði eru bæði þriggja og fimm rétta óvissumatseðlar

Veitingasalurinn tekur 32 manns í sæti.
Hér má sjá myndir af salnum
http://fridrikv.is/is/gallery/fridrik_v_laugavegi_60/
 
Opnunartímar eru:
þriðjudaga - laugardaga frá kl.17.30

Lokað á sunnudaga & mánudaga

Nánar um Friðrik og Arnrúnu

Arnrún og Friðrik kynntust árið 1987 í Verkmenntaskólanum á Akureyriþar sem þau voru nemendur á matvælabraut og hann staðráðinn í að verða kokkur og hún með áherslu á þjóninn


Friðrik Valur Karlsson 
er fæddur 25. júlí 1970 og varð 31 árs daginn sem hann opnaði veitingastaðinn Friðrik V. Ungur að árum fór hann að reyna fyrir sér við eldamennsku í eldhúsinu hjá mömmu sinni og einnig hjá afa sínum sem var matreiðslumaður. Friðrik vann sem unglingur við kjötskurð og kjötvinnslu hjá kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri áður en hann hóf nám við matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri 1987.
Í framhaldi af því tók við matreiðslunám á Hótel Stefaníu á Akureyri. Þaðan fór hann síðan til Reykjavíkur og nam matreiðslu á Hótel Holti hjá Eiríki Inga Friðgeirssyni og Guðmundi Guðmundssyni og í Hótel- og veitingaskóla Íslands en þaðan útskrifaðist hann 1993. Hefur hann síðan unnið á flestum betri veitingastöðum Akureyrar ásamt því að skrifa pistla í dagblöð og tímarit. Friðrik hefur einnig starfað við matreiðslukennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri, haldið fjöldann allan af matreiðslunámskeiðum, gert sjónvarpsþætti í bæjarsjónvarpið og gefið út matreiðslubækurnar „Litla matreiðslubókin“ - matreiðslubókina „ V “ og "Meistarinn og áhugamaðurinn" í samstarfi við Júlíus Júlíusson ( www.julli.is ) og Finnboga Marinósson.
Arnrún Magnúsdóttir (Adda) er fædd 13. maí 1971. Hún og Friðrik kynntust árið 1987 í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem þau voru nemendur á matvælabraut og hann staðráðinn í að verða kokkur og hún með áherslu á þjóninn. Síðan hefur Adda verið tengd faginu í gegnum Friðrik og allstaðar þar sem hann hefur unnið hefur hún komið og hjálpað til og gengið í flest störf allt frá uppvaski til þjónustu og matargerðar. Á námsárum Friðriks vann Adda fyrir honum þar sem hún var m.a. verslunarstjóri í Bókabúð Jónasar Eggertssonar í Hraunbæ, Reykjavík.
Eftir að þau fluttu aftur heim til Akureyrar og eignuðust tvö börn þau Karen Ösp fædda 2.mars 1992 og Axel Fannar fæddan 24.apríl 1996 hóf Adda nám sem leikskólakennari og útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri árið 2000.
Adda starfaði við sitt fag samhliða veitingareksti allt þangað til í nóvember 2003, þá snéri hún sér alfarið að veitingarekstrinum, og skellti sér á skólabekk hjá Impru nýksöpunarmiðstöð í Brautargengi fyrir konur í fyrirtækjarekstri. Hún starfaði einnig sem aðjunkt á Leikskólabraut við Háskólann á Akureyri árin 2004-2006.

Börnin þeirra hafa sett sitt mark á FRIÐRIK V, þau hafa frá blautu barnsbeini verið þeim innan handar og hjálpað þeim mikið.Starfsemi FRIÐRIKS V, byrjaði á 2 hæð í litlu húsnæði í Strandgötu 7 Akureyri þann 25.júlí 2001. Árið 2007 flutti veitingastaðurinn í algjörlega endurbætt (nánast endurbyggt) hús í Kaupvangsstræti 6 Akureyri, en árið 2010 kom því miður að þeirri staðreynd að rekstrargrundvöllur á sömu forsemdum og þau byrjuðu með 2007 eftir miklar endurbætur, möguleiki á að draga úr gæðum hugnaðist þeim hjónum ekki, því fór það svo að þau lokuðu veitingastaðnum á Akureyri.Fjölskyldan átti sér þann draum að opna FRIÐRIK V aftur...

og það hafa þau gert á Laugavegi 60 Reykjavík